Velkomin í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar

Sunnudaginn 9. nóvember kl. 16:00 mun Strengjasveitin Spiccato spila Tchaikovsky Serenöðu fyrir strengi ásamt nokkrum styttri verkum. Með á tónleikunum leikur eldri strengjasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og einnig mun Gisselle Pinto, fiðlunemandi við skólann leika eitt verk við undirleik Spiccato. Tónleikarnir eru í Bergi, sal Tónlistaskólans og eru tæpur klukkutími að lengd. Ókeypis aðgangur og allir velkomnir!

Föstudaginn 10. október eru allir tónlistarkennarar í FT (Félag Tónlistarskólakennara) á svæðisþingi svo kennsla fellur að mestu niður. Nemendur fá upplýsingar hver hjá sínum kennara, en langflestir kennarar við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar kenna ekki þennan dag. Einnig má fá nánari upplýsingar á skrifstofu skólans sem verður opin, sími: 420-1400 eða tölvupóstur: tonlistarskoli@tonrnb.is .

Umsóknarferli í nýjum gagnagrunni íslenskra tónlistarskóla samræmist því miður ekki þeim kröfum um upplýsingar sem við gerum til umsókna um skólavist. Því biðjum við alla nemendur (forráðamenn) sem stunda nám við skólann á þessu skólaári, að svara þessum tölvupósti. • Þeir sem ætla að halda áfram námi næsta skólaár verða að svara þessum pósti með nafni nemanda og hvort hann ætli að halda áfram námi eða ekki. Allir verða að láta vita af eða á. • Ef þið þurfið að tilkynna breytingar á grunnupplýsingum, eins og um breytt netfang, símanúmer, heimilisfang eða beiðni um að skipta um hljóðfæri eða breyta námshlutfalli, biðjum við ykkur um að láta okkur vita, hvort sem það er um breytingu eða vegna beiðni um annað. Síðasti dagur til að svara þessum tölvupósti og þar með til að tryggja sér skólavist næsta skólaár, er föstudagurinn 9.maí n.k.




