Suzukiaðferðin byggir á þeirri grunnhugmynd að öll börn geti lært tónlist, rétt eins og þau geta öll lært móðurmál sitt. Það sem til þarf er tónlist í umhverfinu, góður kennari og virk þátttaka og uppörvun foreldra.
Helstu einkenni aðferðarinnar eru:
– Börnin geta byrjað ung eða um þriggja til fimm ára.
– Börnin læra eftir eyra með stöðugri hlustun á námsefnið
– Nótnalestur bætist við síðar
– Foreldrar fylgja með í alla tíma og æfa með börnunum heima
– Námið felst bæði í einkatímum og hóptímum
– Upprifjun er snar þáttur í náminu
– Ýmislegt fleira má nefna, t.d. jákvætt hugarfar og hvatning, börnin
eru látin koma fram á tónleikum mjög snemma, foreldrafræðsla í
byrjun, einbeiting að einu atriði í einu, leikur og gamansemi,
herminám fremur en útskýringar.
(texti fenginn af heimasíðu íslenska suzuki sambandsins )
Við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar er kennt með Suzuki-aðferðinni á eftirtalin hljóðfæri: