Logo

Almennar upplýsingar um nám í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar

Í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar er hægt að hefja hljóðfæranám á nánast hvaða aldri sem er, en það er þó háð líkamlegum þroska nemandans og því hljóðfæri sem hann velur. Fullt nám er kennt er í einkatímum, 60 mínútur á viku, sem algengast er að skiptist í 2 x 30 mínútur í senn. Undantekning frá þessu er þó nám byrjenda á fiðlu, píanó og blokkflautu samkvæmt Suzuki-aðferðinni. Sérstakt lúðrasveitanám er einnig í boði þar sem ungir nemendur læra á þau hljóðfæri sem eru í lúðrasveit, kennt er 2 x 20 mínútur á viku auk einnar 60 mínútna lúðrasveitaræfingar.


Frekari upplýsingar um deildir og hljóðfæri innan þeirra má finna hér.

Hvað þýðir það að vera í tónlistarskóla? 

  • Mætingaskylda er í alla tíma 
  • Ætlast er til þess að nemendur æfi sig heima reglulega annars er hætta á að engin framför verði í námi nemanda 
  • Foreldrum/forráðamönnum ber að tilkynna forföll tímalega 
  • Nemendur eiga að koma fram á tónleikum og taka þátt í samspili 
  • Nemendur eiga að hugsa vel um hljóðfærið sitt (sér í lagi lánshljóðfæri) 
  • Nemendur eiga sjálfir að kaupa námsgögn, þau eru ekki innifalin í skólagjaldi 
  • Nemendur í þriðja til sjötta/sjöunda bekk grunnskóla gefst tækifæri til að stunda hljóðfæranámið á skólatíma 
  • Nemendur frá fimmta bekk eiga að stunda tónfræðigreinar 
  • Allar hliðargreinar eru kenndar í húsnæði tónlistarskólans í Hljómahöll 
Share by: