Blokkflauta tilheyrir tréblástursfjölskyldunni og hentar einstaklega vel til að kenna byrjendum. Blokkflautan er það hljóðfæri sem nemendur kynnast mjög ungir og hér í Reykjanesbæ spila allir nemendur í 2. bekk á blokkflautu í forskólanum. Algengt er að nemendur hefji nám á sópranblokkflautu 6–7 ára gamlir, en 8–9 ára börn eru yfirleitt nógu stór til að hefja altblokkflautunám. Mikilvægt er að vanda val á hljóðfærum og grundvallaratriði er að nemendur stundi nám á blokkflautur með barokkgripum, allt frá upphafi námsins.
Einnig er hægt að sækja um Suzuki nám á blokkflautu.
Kennari er Sigrún Gróa Magnúsdóttir