Logo

Víóla

Víóla er örlítið stærri en fiðlan, er stillt fimmund neðar og gefur því dýpri tón. Spilað er á hana með sama hætti og fiðlu. Nemendur fá hljóðfæri eftir stærð og er hægt að leigja þau frá skólanum. Námið er einstaklingsmiðað og því hægt að hefja námið á hvaða aldri sem er. Algengast er þó að nemendur séu í 2. – 4. bekk þegar þeir hefja nám á víólu.

Allir nemendur sem æfa á víólu spila í strengjasveit frá öðru eða þriðja námsári.

litrík teiknimynd af stelpu með gleraugu að spila á víólu
Share by: