Logo

Kontrabassi

Kontrabassi hefur dýpsta tónsvið allra strengjahljóðfæri og að öllu jöfnu er spilað á það standandi. Nemendur fá hljóðfæri eftir stærð og er hægt að leigja þau frá skólanum. Oft er því komið þannig við að nemendur hafa eitt hljóðfæri heima, en annað í skólanum til að auðvelda samgöngur. Námið er einstaklingsmiðað og því hægt að hefja námið á hvaða aldri sem er. Við skólann er einnig hægt að læra á kontrabassa innan Rytmísku deildarinnar, en þá er lögð meira áhersla á popp-, rokk- og djasstónlist.

Allir nemendur sem æfa á kontrabassa spila í strengjasveit frá öðru eða þriðja námsári.

litrík teiknimynd af stelpu að spila á fiðlu

 Kennari er Ólöf Sigursveinsdóttir.

Share by: